![]() |
Sigríður Sif Gylfadóttir
|
Ég heiti Sigríður Sif Gylfadóttir, en þú mátt kalla mig
Siggu Sif. Ég er í doktorsnámi í eðlisfræði við
Tækniháskólann í
Helsinki og vinn á
Fysiikan Laboratorio.
Eðlilega bý ég því í Helsinki og líkar mjög vel.
Í vinnunni skoða ég hvernig rafeindir í smásæjum
hálfleiðarakerfum hegða sér. Til þess þarf maður að kunna
skammtafræði, þéttefnisfræði og vera sæmilega góður í
að forrita.
Heima dunda ég mér við ýmislegt. Ég hef gaman af að taka
ljósmyndir, ég prjóna eins og ég eigi lífið að leysa og öðru hvoru
sauma ég föt.