dagbókin 4.apríl 2006

forsíða
um mig
dagbók
myndavikan
myndir
vinnan

nýjasta nýtt:

á dagbókinni:

19.04.06:
• Húrra!

04.04.06:
• Eitthvað annað en Silvía

02.04.06:
• Aprílgabb

27.03.06:
• Evróvisjón

20.02.06:
• Vanræksla

28.01.06:
• Seinni umferðin

22.01.06:
• Fallegur sunnudagur

í svörunum:

Evróvisjón
└Katrin 08.07
└warren 08.07
└Katrin 09.07
└lloyd 09.07
└tracey 09.07
└ringtone iav 10.07
└dudehere 10.07


dagbækur:

arna
árdís
bjarni rúnar
bryndís ýr
dista
dísa
erla björg
froskarnir
gerða björk
ívar
sigurlaug
sonja
unnur
vala
þórir og fjölskylda

Þriðjudagur 4.apríl 2006 kl. 11:00 GMT+3

Eitthvað annað en Silvía

Jæja, best að reyna að ýta þessum Silvíu-færslum í gleymsku. Það er hins vegar voða lítið að gerast (nema í prjónaskapnum, hehe) sem er einmitt ástæða þess að ég skrifa ekkert þessa dagana. Mér bara dettur ekkert í hug að skrifa um.

Um daginn var ég í Þýskalandi á tveggja vikna námskeiði um töl(v)ulegar aðferðir í eðlisfræði. Var þar gaman og fróðlegt og kynntist maður góðu fólki. Ég hékk aðallega með Finnunum tveim, hreint ágætum Jótlendingi, gífurlega fyndnum Þjóðverja (vá, mótsögn?) og Bresku unglambi.

Þarna lærði ég umfram allt að norður-Þýskur bjór er ekkert sérstakur og að það er gott að eldast. Tjah, og að það er til alls kyns fólk í veröldinni. Nú er það svo oft þannig að maður safnar að sér fólki sem manni líkar við og hefur svipuð áhugamál og meiningar og maður sjálfur. Þá er auðvelt að gleyma því að heimurinn er fullur af fólki sem er mjög ólíkt manni sjálfum og að það er til fullt fullt af fólki sem mér líkar ekkert sérlega vel við. En þar kemur einmitt inn þetta með að eldast og þroskast, því eftir því sem maður eldist þá fer manni að standa meira og meira á sama um svoleiðis smámuni. Þegar ég var yngri gat ég látið fólk fara í taugarnar á mér, en núna yppi ég bara öxlum og hugsa "not my cuppa tea". Annað sem ég hef nýlega uppgötvað um sjálfa mig er að það skiptir mig frekar litlu máli hvað öðrum finnst um mig. Það er frekar nýtilkomið og afar mikið gleðiefni. Jei, ég er orðin svo þroskuð ;-)

En sæll hvað fólk sem rétt er skriðið yfir tvítugt getur verið barnalegt.

Mikið voru þessar mjög svo heimspekilegu pælingar einstaklega illa út færðar. En þetta er allavega það sem ég hef verið að hugsa undanfarið.

Ég tók nokkrar myndir á ferðalaginu, sem má finna hér. Jótlendingurinn tók mun fleiri myndir en ég og þær sýna miklu betur hvað við vorum raunverulega að gera þessar tvær vikur!

[breyta]

Svör:


Ótrúlega fjörugar myndir :). Ég er nú enn að flissa að þessum ótrúlega húmorista sem ullaði framan í myndavélina. Var það "gífurlega fyndni Þjóðverjinn"? ;)

Hlakka til að sjá þig 17. júní!

Bryndís • 04.04.06 @ 14:11 GMT


Og já, það er gott að vera sama um það hvað öðru fólki finnst um mann!

BÝP • 04.04.06 @ 14:13 GMT


Eg kannast eitthvad vid thennan stelpu sem er i nokkra myndum...hefur hun laert i Turku?

Talandi um Turku, hvenaer kemur thu i heimsokn til Piikkiö?

Elina • 11.04.06 @ 09:32 GMT


Jamm, hún Katri lærði einmitt í Turku. Hún er frá Naantali. Skemmtilegt.

Það er góð spurning hvenær ég kem til Piikkiö. Ég kemst örugglega ekki fyrr en í sumar, þar sem að ég er frekar upptekin fram í lok júní. Kannski um Juhannus? Sjáum til.

Sigga • 11.04.06 @ 10:23 GMT



Viltu svara?

netfang er hvergi birt

Vefslóðum er breytt í tengla.

Nafn:
Netfang:
Heimasíða:
Texti:

Leyfilegt html: <b>, <i>, <u>, <br>. Vinsamlegast munið að loka tögum.


  © 2005  Sigríður Sif Gylfadóttir