forsíða
um mig
dagbók
myndavikan
myndir
vinnan
á dagbókinni:
19.04.06:
• Húrra!
04.04.06:
• Eitthvað annað en Silvía
02.04.06:
• Aprílgabb
27.03.06:
• Evróvisjón
20.02.06:
• Vanræksla
28.01.06:
• Seinni umferðin
22.01.06:
• Fallegur sunnudagur
í svörunum:
Evróvisjón
└Katrin 08.07
└warren 08.07
└Katrin 09.07
└lloyd 09.07
└tracey 09.07
└ringtone iav 10.07
└dudehere 10.07
arna
árdís
bjarni rúnar
bryndís ýr
dista
dísa
erla björg
froskarnir
gerða björk
ívar
sigurlaug
sonja
unnur
vala
þórir og fjölskylda
Mánudagur 20.febrúar 2006 kl. 08:07 GMT+2
Vanræksla
Jöminn hvað ég hef vanrækt dagbókina, skamm skamm. Ég hef bara verið svo ægilega upptekin af því að skrifa á prjónabloggið að mér dettur ekkert í hug sem gæti flokkast undir daglegt líf.
Jú, mamma er í Helsinki. Hún þurfti óvænt að fara á fund í stað vinnufélaga sem veiktist. Hún býr hjá mér og við höfum það voðalega gott saman. Hún kom líka með fullt af góðu dóti frá Íslandi, eins og lopa og lopabók og lambalæri og geisladiska. Mömmur eru alveg bestar.
Við horfðum saman á söngvakeppni sjónvarpsins og ég hef aðeins þetta að segja: Íslendingar eru fífl. Sem brottfluttur Íslendingur hef ég ekki hugmynd um hver þessi Silvía (Sylvía?) Nótt er og hef engan húmor fyrir henni. Þið getið þá rétt ímyndað ykkur hvað restinni af Evrópu á eftir að þykja þetta fyndið.
[breyta]
Svör:
alltaf gaman að sjá færslu hér. Ég les auðvitað alveg grimmt prjónabloggið þitt, finnst svakalega spennandi að sjá það sem þú ert að vinna í höndunum.
Silvía Nótt er bara svona "búinntilkarakter"... hrikalega fyndin, en ég fílaði hana ekki allra fyrst, fannst þetta allt saman eitthvað óþægilegt, eins og mér fannst erfitt að horfa á fyrstu þættina með Ali G. Nú finnst mér hún bara fyndin. Við munum kannski ekkert komast upp úr undanúrslitunum... en ég meina so what! Þetta lag er grípandi og sjóvið er skemmtilegt. Hingað til hefur restinni af Evrópu verið alveg sama um okkur... þannig að ég hef persónulega ekkert miklar áhyggjur. En þetta verður án efa skemmtilegasta júróvisjónpartý í áraraðir... hér á Íslandi, þ.e. síðan Selma fór út 1999. Sem sagt: hafa gaman að þessu bara!
;)
Silvíu tókst líka að vekja á sér gríðalega athygli í aðdraganda keppninnar og var með alla fjölmiðla í hendi sér. Það er nákvæmlega sá eiginleiki sem keppendur þurfa að hafa. Hvernig sem henni mun ganga í keppninni sjálfri á hún eftir að rústa þessum blaðamannafundum!
Og án þess að vera leiðinlegur vil ég segja eftirfarandi við Siggu: Silvía Nótt fékk meira en sjötíuþúsund atkvæði! Það getur ekki verið tilviljun. Gefðu henni séns :-)
híhí
meira meira blogg meira blogg meira fjörefni
Viltu svara?
netfang er hvergi birt
Vefslóðum er breytt í tengla.
Leyfilegt html: <b>, <i>, <u>, <br>. Vinsamlegast munið að loka tögum.