dagbókin 28.janúar 2006

forsíða
um mig
dagbók
myndavikan
myndir
vinnan

nýjasta nýtt:

á dagbókinni:

19.04.06:
• Húrra!

04.04.06:
• Eitthvað annað en Silvía

02.04.06:
• Aprílgabb

27.03.06:
• Evróvisjón

20.02.06:
• Vanræksla

28.01.06:
• Seinni umferðin

22.01.06:
• Fallegur sunnudagur

í svörunum:

Evróvisjón
└Katrin 08.07
└warren 08.07
└Katrin 09.07
└lloyd 09.07
└tracey 09.07
└ringtone iav 10.07
└dudehere 10.07


dagbækur:

arna
árdís
bjarni rúnar
bryndís ýr
dista
dísa
erla björg
froskarnir
gerða björk
ívar
sigurlaug
sonja
unnur
vala
þórir og fjölskylda

Laugardagur 28.janúar 2006 kl. 11:36 GMT+2

Seinni umferðin

Á morgun er seinni umferð forsetakosninganna í Finnlandi. Rétt áðan keyrði framhjá húsinu mínu vörubíll fullur af miðaldra konum með blóm og blöðrur og sungu þær "Tarja Halonen, Taaaarja Haaaalonen". Hvað er eiginlega að svona liði?

Nú er í gangi heimildarmyndahátíðin DocPoint. Á eftir ætlum við Johannes að sjá myndina Rize eftir ljósmyndarann David LaChapelle. Ég býst við fallegri myndatöku.

Í vikunni setti ég upp prjónablogg. Þar ætti ég að geta montað mig yfirdrifið nóg af prjónaskapnum.

Þessa dagana er ég í magnaðri sjálfsbetrun. Fyrir utan að passa mig að borða vel og reglulega, minnka reykingar (ég ætla að hætta á mánudaginn) og hætta félagsstörfum er ég að skipuleggja mig þannig að ég hætti að hafa samviskubit. Ég get nefnilega drepið sjálfa mig úr samviskubiti, því alltaf ef ég þarf að gera eitthvað leiðinlegt þá dreg ég það fram á síðustu stundu og svo nokkra daga eða vikur í viðbót þar til ég loks hunskast til að ljúka því. Það er ekki gott fyrir sálina. Núna hins vegar er hugmyndin sú að gera eitthvað eitt leiðinlegt verk á dag, hvorki meira né minna, og því skal ljúka. Auk þess set ég niður á blað hvað ég ætla að gera um helgar og hversu langan tíma það skal taka, ef það á við. Þessa helgi hljómar planið þannig að í dag bý ég til svörin fyrir nemendur mína (model answers, leiðinlegt) og á morgun ryksuga ég og skúra (ógeðslega leiðinlegt). Auk þess skal unnið í klukkutíma hvorn daginn. Ég er nefnilega mjög gjörn á að vera með lauslegar hugmyndir um allt sem ég þarf að gera þá og þá helgina, svo nenni ég því ekki, fæ samviskubit, og helgin fer einhvern veginn fyrir lítið. Það er ekki gaman, því um helgar á að slappa af og njóta frítímans. Ekkert rugl.

[breyta]

Svör:


Frábær nýja síðan þín. Mun fylgjast með daglegum montum þínum þar ;) Hlakka til að sjá afraksturinn af öllu þessu sem þú ert að gera.

Rosalega flott annars peysan þín, mér finnst græni liturinn flottur og viss um að hann fari þér vel.

Knús í kuldann úr hlýjunni hér í R-vík.

Bryndís Ýr [www] • 28.01.06 @ 13:47 GMT


Get ég fengið nokkra klukkutimar af þínu velskipulegðan tima á 11.Feb?

Elina • 02.02.06 @ 17:00 GMT


hæbb...er bara ekkert að gerast hérna???

hildur ýr • 11.02.06 @ 14:26 GMT


Þú ert mjög flott prjónamódel!!!

kannski ertu á vitlausri braut í lífinu.
híhíhí

Harpa • 13.02.06 @ 14:11 GMT



Viltu svara?

netfang er hvergi birt

Vefslóðum er breytt í tengla.

Nafn:
Netfang:
Heimasíða:
Texti:

Leyfilegt html: <b>, <i>, <u>, <br>. Vinsamlegast munið að loka tögum.


  © 2005  Sigríður Sif Gylfadóttir