forsíða
um mig
dagbók
myndavikan
myndir
vinnan
á dagbókinni:
19.04.06:
• Húrra!
04.04.06:
• Eitthvað annað en Silvía
02.04.06:
• Aprílgabb
27.03.06:
• Evróvisjón
20.02.06:
• Vanræksla
28.01.06:
• Seinni umferðin
22.01.06:
• Fallegur sunnudagur
í svörunum:
Evróvisjón
└Katrin 08.07
└warren 08.07
└Katrin 09.07
└lloyd 09.07
└tracey 09.07
└ringtone iav 10.07
└dudehere 10.07
arna
árdís
bjarni rúnar
bryndís ýr
dista
dísa
erla björg
froskarnir
gerða björk
ívar
sigurlaug
sonja
unnur
vala
þórir og fjölskylda
Sunnudagur 22.janúar 2006 kl. 15:02 GMT+2
Fallegur sunnudagur
Ó það er búið að vera svo fallegt veður í dag, heiðskírt og glampandi sól. Ég og Frank skelltum okkur í bíltúr rétt út fyrir borgarmörkin því Frank er með bíl á leigu yfir helgina. Nú er allt þakið snjó og vötnin frosin, Finnland skartar sínu fegursta og mér líður eins og ég gæti bara búið hér... endalaust. Ég elska vetur.
Ég fékk uppljómun eftir bíltúrinn: ég hef ekki gaman af félagsstörfum. Nú er ég ritari Íslendingafélagsins í Finnlandi, en eftir þessa uppgötvun held ég að ég segi bara af mér. Mér finnast öll svona störf vera kvöð, nú þarf ég til dæmis að útbúa fréttabréf, og ég nenni því engan veginn. Það er nú forsenda fyrir því að maður standi í svona löguðu að maður hafi gaman af því, er það ekki?
Mér hefur lengi liðið illa yfir þessum eiginleika mínum, en eftir uppljómunina í dag fattaði ég að a) mér ber ekkert skylda til að hafa gaman af félagsstörfum og b) best að láta þá um það sem hafa gaman af því. Þá get ég haldið sæl áfram með mitt annars ágæta líf, einni áhyggjunni léttari (ég veit að áhyggja er ekki til í eintölu, en afhverju ekki? Þarf maður alltaf að hafa margar áhyggjur?)
[breyta]
Svör:
Æ, hvað þið eigið gott í fallegum vetrum. Hér er slapp, þið vitið, og myrkur :/
Kær kveðja :)
En ég er fullkomlega sammála, ekki nema von að Íslendingafélög séu að leggjast af.
Viltu svara?
netfang er hvergi birt
Vefslóðum er breytt í tengla.
Leyfilegt html: <b>, <i>, <u>, <br>. Vinsamlegast munið að loka tögum.