forsíða
um mig
dagbók
myndavikan
myndir
vinnan
á dagbókinni:
19.04.06:
• Húrra!
04.04.06:
• Eitthvað annað en Silvía
02.04.06:
• Aprílgabb
27.03.06:
• Evróvisjón
20.02.06:
• Vanræksla
28.01.06:
• Seinni umferðin
22.01.06:
• Fallegur sunnudagur
í svörunum:
Evróvisjón
└Katrin 08.07
└warren 08.07
└Katrin 09.07
└lloyd 09.07
└tracey 09.07
└ringtone iav 10.07
└dudehere 10.07
arna
árdís
bjarni rúnar
bryndís ýr
dista
dísa
erla björg
froskarnir
gerða björk
ívar
sigurlaug
sonja
unnur
vala
þórir og fjölskylda
Húrra!
Þessi dagbók er á hraðri leið í ræsið. Þrátt fyrir það ætla ég að deila með ykkur gleði minni yfir því hvað krónan hefur fallið, bara svona til að ná nýjum lægðum í skrifum.
Ég hef beðið mánuðum saman eftir því að krónan lækkaði. Ég skuldaði nefnilega sitthvað þarna á skerinu en átti engar krónur. Ég sá það náttúrulega í hendi mér að það væri afar ósniðugt að millifæra peninga þegar krónan var svona há og gat sem betur fer reitt mig á foreldrana. Þegar ég seint og um síðir frétti af kreppunni miklu sem steðjar að Íslandi hljóp ég svo til og millifærði gommu af evrum. Ég skal segja ykkur það að fyrir hverja evru fékk ég 95.6 krónur. VÁ! Hvílíkt sem ég græddi á skynseminni.
En nóg um það. Hér er komið vor og lundin að léttast. Vinnugleðin hefur snúið aftur eftir sögulega lægð. Fyrir tveimur vikum var ég að því komin að æla yfir því hvað rannsóknirnar voru leiðinlegar og óskiljanlegar og tilgangslausar í hinu stóra samhengi. Svo á mánudaginn fyrir viku tókst mér að leiða út nokkuð sem er býsna sniðugt og jafnvel það þýðingarmikið að PRB loksins leyfi mér að birta grein hjá þeim, snobbhænurnar sem þau eru. Merkilegt hvað lítið þarf til að gleðja mann. En sanniði til, eftir nokkra mánuði verð ég aftur lögst í vinnuþunglyndi, slíkt er hlutskipti doktorsnemans.
birt kl. 13:49 GMT+3 | breyta | varanleg slóð | goto top | 1 svar
Eitthvað annað en Silvía
Jæja, best að reyna að ýta þessum Silvíu-færslum í gleymsku. Það er hins vegar voða lítið að gerast (nema í prjónaskapnum, hehe) sem er einmitt ástæða þess að ég skrifa ekkert þessa dagana. Mér bara dettur ekkert í hug að skrifa um.
Um daginn var ég í Þýskalandi á tveggja vikna námskeiði um töl(v)ulegar aðferðir í eðlisfræði. Var þar gaman og fróðlegt og kynntist maður góðu fólki. Ég hékk aðallega með Finnunum tveim, hreint ágætum Jótlendingi, gífurlega fyndnum Þjóðverja (vá, mótsögn?) og Bresku unglambi.
Þarna lærði ég umfram allt að norður-Þýskur bjór er ekkert sérstakur og að það er gott að eldast. Tjah, og að það er til alls kyns fólk í veröldinni. Nú er það svo oft þannig að maður safnar að sér fólki sem manni líkar við og hefur svipuð áhugamál og meiningar og maður sjálfur. Þá er auðvelt að gleyma því að heimurinn er fullur af fólki sem er mjög ólíkt manni sjálfum og að það er til fullt fullt af fólki sem mér líkar ekkert sérlega vel við. En þar kemur einmitt inn þetta með að eldast og þroskast, því eftir því sem maður eldist þá fer manni að standa meira og meira á sama um svoleiðis smámuni. Þegar ég var yngri gat ég látið fólk fara í taugarnar á mér, en núna yppi ég bara öxlum og hugsa "not my cuppa tea". Annað sem ég hef nýlega uppgötvað um sjálfa mig er að það skiptir mig frekar litlu máli hvað öðrum finnst um mig. Það er frekar nýtilkomið og afar mikið gleðiefni. Jei, ég er orðin svo þroskuð ;-)
En sæll hvað fólk sem rétt er skriðið yfir tvítugt getur verið barnalegt.
Mikið voru þessar mjög svo heimspekilegu pælingar einstaklega illa út færðar. En þetta er allavega það sem ég hef verið að hugsa undanfarið.
Ég tók nokkrar myndir á ferðalaginu, sem má finna hér. Jótlendingurinn tók mun fleiri myndir en ég og þær sýna miklu betur hvað við vorum raunverulega að gera þessar tvær vikur!
birt kl. 11:00 GMT+3 | breyta | varanleg slóð | goto top | 4 svör
Aprílgabb
Nennir einhver að segja mér hvort fréttin um að Silvía tæki að öllum líkindum ekki þátt í Eurovision hafi verið aprílgabb sjónvarpsins í ár?
Ég er þúst að deyja úr spenningi hérna, skiluru!
Ooooog þetta var þriðja færslan í röð um Silvíu. I'm her greatest fan!
birt kl. 11:52 GMT+3 | breyta | varanleg slóð | goto top | 15 svör
Evróvisjón
Við erum ekki ein þjóða um að senda glens í Evróvisjón keppnina. Má ég kynna finnsku keppendurna:

Best að snúa þessu bloggi í samræðu um Silvíu Nótt. Um daginn fór ég í Íslendingapartý þar sem mikið var rætt um Silvíu Nótt. Þar útskýrði gestgjafinn fyrir mér hvernig Silvía væri ádeila á íslenskt samfélag, sem er gjörsamlega heltekið af efnislegum gæðum og hippi og kúli. Ef það er meiningin, þá skal ég alveg taka Silvíu í sátt og finnast þetta lag fyndið. Mér finnst nú samt ennþá að við ættum frekar að sleppa því að taka þátt en að eyða fullt af milljónum í að gera grín að einhverri keppni með því að gera grín að okkur sjálfum. En við erum náttúrulega svo fokking rík, vottever maður!
birt kl. 13:12 GMT+3 | breyta | varanleg slóð | goto top | 110 svör
Vanræksla
Jöminn hvað ég hef vanrækt dagbókina, skamm skamm. Ég hef bara verið svo ægilega upptekin af því að skrifa á prjónabloggið að mér dettur ekkert í hug sem gæti flokkast undir daglegt líf.
Jú, mamma er í Helsinki. Hún þurfti óvænt að fara á fund í stað vinnufélaga sem veiktist. Hún býr hjá mér og við höfum það voðalega gott saman. Hún kom líka með fullt af góðu dóti frá Íslandi, eins og lopa og lopabók og lambalæri og geisladiska. Mömmur eru alveg bestar.
Við horfðum saman á söngvakeppni sjónvarpsins og ég hef aðeins þetta að segja: Íslendingar eru fífl. Sem brottfluttur Íslendingur hef ég ekki hugmynd um hver þessi Silvía (Sylvía?) Nótt er og hef engan húmor fyrir henni. Þið getið þá rétt ímyndað ykkur hvað restinni af Evrópu á eftir að þykja þetta fyndið.
birt kl. 08:07 GMT+2 | breyta | varanleg slóð | goto top | 8 svör
Seinni umferðin
Á morgun er seinni umferð forsetakosninganna í Finnlandi. Rétt áðan keyrði framhjá húsinu mínu vörubíll fullur af miðaldra konum með blóm og blöðrur og sungu þær "Tarja Halonen, Taaaarja Haaaalonen". Hvað er eiginlega að svona liði?
Nú er í gangi heimildarmyndahátíðin DocPoint. Á eftir ætlum við Johannes að sjá myndina Rize eftir ljósmyndarann David LaChapelle. Ég býst við fallegri myndatöku.
Í vikunni setti ég upp prjónablogg. Þar ætti ég að geta montað mig yfirdrifið nóg af prjónaskapnum.
Þessa dagana er ég í magnaðri sjálfsbetrun. Fyrir utan að passa mig að borða vel og reglulega, minnka reykingar (ég ætla að hætta á mánudaginn) og hætta félagsstörfum er ég að skipuleggja mig þannig að ég hætti að hafa samviskubit. Ég get nefnilega drepið sjálfa mig úr samviskubiti, því alltaf ef ég þarf að gera eitthvað leiðinlegt þá dreg ég það fram á síðustu stundu og svo nokkra daga eða vikur í viðbót þar til ég loks hunskast til að ljúka því. Það er ekki gott fyrir sálina. Núna hins vegar er hugmyndin sú að gera eitthvað eitt leiðinlegt verk á dag, hvorki meira né minna, og því skal ljúka. Auk þess set ég niður á blað hvað ég ætla að gera um helgar og hversu langan tíma það skal taka, ef það á við. Þessa helgi hljómar planið þannig að í dag bý ég til svörin fyrir nemendur mína (model answers, leiðinlegt) og á morgun ryksuga ég og skúra (ógeðslega leiðinlegt). Auk þess skal unnið í klukkutíma hvorn daginn. Ég er nefnilega mjög gjörn á að vera með lauslegar hugmyndir um allt sem ég þarf að gera þá og þá helgina, svo nenni ég því ekki, fæ samviskubit, og helgin fer einhvern veginn fyrir lítið. Það er ekki gaman, því um helgar á að slappa af og njóta frítímans. Ekkert rugl.
birt kl. 11:36 GMT+2 | breyta | varanleg slóð | goto top | 4 svör
Fallegur sunnudagur
Ó það er búið að vera svo fallegt veður í dag, heiðskírt og glampandi sól. Ég og Frank skelltum okkur í bíltúr rétt út fyrir borgarmörkin því Frank er með bíl á leigu yfir helgina. Nú er allt þakið snjó og vötnin frosin, Finnland skartar sínu fegursta og mér líður eins og ég gæti bara búið hér... endalaust. Ég elska vetur.
Ég fékk uppljómun eftir bíltúrinn: ég hef ekki gaman af félagsstörfum. Nú er ég ritari Íslendingafélagsins í Finnlandi, en eftir þessa uppgötvun held ég að ég segi bara af mér. Mér finnast öll svona störf vera kvöð, nú þarf ég til dæmis að útbúa fréttabréf, og ég nenni því engan veginn. Það er nú forsenda fyrir því að maður standi í svona löguðu að maður hafi gaman af því, er það ekki?
Mér hefur lengi liðið illa yfir þessum eiginleika mínum, en eftir uppljómunina í dag fattaði ég að a) mér ber ekkert skylda til að hafa gaman af félagsstörfum og b) best að láta þá um það sem hafa gaman af því. Þá get ég haldið sæl áfram með mitt annars ágæta líf, einni áhyggjunni léttari (ég veit að áhyggja er ekki til í eintölu, en afhverju ekki? Þarf maður alltaf að hafa margar áhyggjur?)
birt kl. 15:02 GMT+2 | breyta | varanleg slóð | goto top | 5 svör